top of page

Top 5 leikmenn sem að breyttu leiknum

1.Allen Ezail Iverson ,þekktur mikið sem A.I eða The Answer, átti mikil áhrif á körfuboltan og sérstaklega NBA. Þegar A.I kom fyrst í NBA þurftu allir leikmenn og þjálfarar að vera í jakkafötum eða einhverju fínu og máttu ekki vera með tattú á áberandi stöðum. En A.I breytti því með því að mæta alltaf í Hip Hop stíluðum fötum og með slatta af tattúum. Þetta kostaði hann hellings pening því hann fékk helling af sektum en þetta datt í tísku og fóru fleiri að vera eins og A.I og er þetta orðið mjög eðlilegt í dag. A.I spilaði með Philadelphia 76ers, Denver Nuggets, Detroit Pistons og Besiktas. A.I er minnsti leimaðurinn til að vinna MVP. 

​

2. Peter Press Maravich, betur þekktur sem Pistol Pete, var þekktur fyrir það að gera "trix" sendingar og var sá sem að kom því í tísku. Pistol Pete þurfti að hætta snemma vegna meiðsla og dó 1988 aðeins 40 ára gamall. Pistol Pete var skotvörður og spilaði með Atlanta Hawks, Utah Jazz og Boston Celtics.

​

3. Dirk Werner Nowitzki var fyrsti risinn til að geta skotið langt frá körfunni og byrjaði það að verða svona vinsælt vegna hans. Dirk spilaði með Dallas Mavericks allann sinn feril og vann 1 NBA championship og 1 MVP.

​

4. Wardell Stephen Curry eða Steph Curry var sá sem að byrjaði á djúpum þrystum og er besti þriggja stiga leikmaður allra tíma. Steph hefur verið í Golden States Warriors allan sinn feril. Curry hefur unnið 3 NBA championship og var MVP tvö ár í röð.

​

5. Shaquille O´neal ,þekktur sem Shaq, Big-Diesel eða Superman, er mest ríkjandi leikmaður allra tíma og breytti leiknum á margar vegur. Það sem að Shaq gerði var það að vera stæðstur og sterkastur allra og þurftu menn að brjóta á honum viljandi til að senda hann á vítalínuna sem að hann var mjög lélegur í, því var síðan bannað útaf þessu og kallað Hack-a-Shaq reglan. Hann átti líka til með það að brjóta rimmana og þurftu menn að breyta körfunum svo að þær myndu ekki brotna. Hann átti líka þátt í því að setja tímamörk um það hvað þú megir standa lengi undir körfunni því að hann var svo stór og sterkur (2,16 cm og 147 kg) að það var ósanngjarnt. Shaq hefur unnið rookie of the year, 1 MVP og 4 NBA championships. Hann spilaði með Orlando Magic, LA Lakers, Miami Heat, Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og Boston Celtics.

bottom of page